Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

06 nóvember 2003

Fólk getur orðið æst yfir minna en 4cm. Þetta getur skipt sköpum í lífi fólks sem vantar þessa 4cm. Spáið bara í því, margur kallmaurinn mundi þiggja 4cm haha ég er dóni

Auður segir:
Já, nú er Hitler uppi í hillu hjá mér. Þið spöruðuð þó eina 4 cm í hilluplássi með að losa ykkur við hana :o)
Ekki bara það heldur skánaði andleg líðan mín um miklu meira en 4cm við að losna við hana af náttborði hauksins. Og ég hætti að tala þýsku aftur, bara sisona, þurfti ekki meira til.

Hrönn segir mig frekju en það er alls ekki rétt, ég er bara mjög ákveðin:
Hann vill hafa eina bók (ca 4 cm)en má það ekki.Meinvill er með 13,5 og þarf þá alla.
Já, en þessir metrar voru keyptir og sérmældir fyrir mig, hvað á ég að gera ef hann vill fara að ganga í nærfötunum mínum? Eða því sem verra er, ef hann vill fara að ganga í skónum mínum? Á ég þá bara að fara og þvo eðalundirfatnaðinn minn og bursta skóna? Nei, hingað og ekki lengra segi ég nú bara, maður verður að vita hvar línan liggur, ó já.

Hinsvegar þá sé ég að haukurinn heldur sig vera kominn með liðstyrk eftir að Auður og Hrönn fara að tala um þessa sentimetra sem hann missti af og er farinn að bjóða pokketana mína til minnar ástkæru systur:
Bíddu bara Gunna bækurnar gætu komið til þín einn daginn.
Þetta gengur sko alls ekki. Annars er systir mín sérstakur bókavinur og ég þarf kannski ekki að hafa áhyggjur. Þetta er samt ákveðið áhyggjuefni þetta með að senda bækurnar að heiman.

Einu sinni fyrir langa, langa löngu var bróðir minn sænski nýbúinn lítill. hann átti þvílíkt eðalsafn af köstulum og hermönnum að sögur fóru ekki af öðru eins. Nú er þessi elska ekki mjög hrifinn af tiltekt og vildi hafa sína hermenn og kastala út um allt og helst uppstillt hvort sem hann var í því formi að leika með það eða ekki. Eftir að móðir hans (og mín) hafði margdottið um þessar gersemir hans, var ákveðið að núna skyldi þessu öllu pakkað í stóran svartan poka og þessu hent. hann mótmælti, æpti og veinaði en ekkert gekk, ákvörðun hafði verið tekin.

Hann bað um að eiga eina stund með gersemunum sínum í friði og það var auðvitað látið eftir honum, maður verður nefnilega að fá að kveðja dótið sitt ef þannig stendur á. Nema til að gera langa sögu stutta, þá hvarf dótið eftir hans einkastund og hann sagðist hafa „losað" sig við það.

Móðir hans (og mín) var mjög ánægð og stolt af sínum syni fyrir að geta sjálfur losað sig við þetta. Nú bar svo við að ástkæt móðursystir hans (og mín) bjó í Ópavogi með sinni familíu. Hann sem aldrei áður hafði sótt í að heimsækja hana, fór nú að fara mjög títt þangað og lagði á sig langar ferðir í strætó úr Breiðholtinu. Á Breiðholtsheimilinu spáði enginn neitt í þessu fyrr en öskur barst úr Ópavoginum:
Hvaðan kemur allt þetta dót? Allir þessir litlu kallar út um allt?

Já mikið rétt. Í stað þess að losa sig við dótið, bar hann það heim til okkar ástkæru móðursystur og bað hana að geyma það því lítið pláss væri heima hjá honum og líka langaði strákana, frændurna, að leika með þetta, kannski?

Þetta er sem sagt þekkt brella í mínum heimahögum að færa dótið annað. Ég minni bara á árlegan tiltektardag á vinnustað mínum er ég bar allt dótið (draslið) út í Lödubíl mínn meðan æðið gekk yfir og inn aftur viku síðar!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger