Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 nóvember 2003

Pokkettar og sálarlífið
Meira um bækur. Þetta er nú eftir allt saman mitt uppáhalds efni ;)

Málið er að í sumar voru þessir blessaðir pokkettar farnir að reyna ískyggilega mikið að yfirtaka heimilið. Úr fjarlægð virtist þetta vera vinsamleg yfirtaka en í reynd var hún nokkuð fjandsamleg þar sem ekki var lengur pláss fyrir okkur hjúin og fiskarnir voru að verða hungurmorða því það voru bækur ofan á lokinu og allt í kringum búrið þannig að ég var nærri búin að gleyma að ég ætti fiska. Það var ekki fyrr en ég heyrði aumkunarlegt "spasl, spasl" að ég áttaði mig á því að þeir voru að reyna að kalla á hjálp með því kasta til sporðunum í hvert sinn sem skugga bar yfir (meinvill á ferð, eflaust á leið í eldhúsið).

Nú voru góð ráð og dýr. Wow er þetta virkilega sagt svona? Þetta voru ekki dýr ráð, en heldur ekki ódýr. hmmm..æi höfum þetta svona meðan við klárum þessa sögu. Sem sagt fiskakvalirnar æptu á hjálp (þetta var eftir að systir mín elskuleg fækkaði þeim um einn meðan hún passaði þá í viku), bækur um allt, haukurinn orðinn þungur á brún og ég var farin að sjá verkfærakassann! Mig grunaði strax að það ætti að saga í sundur bækur eða negla þær saman eða eitthvað sem kallar gera með tækjunum sínum (ég kann ekki á svona tæki) svo nú var um að gera að vera fljót að hugsa (sem ég er æði oft).

Ég ákvað að grisja í bókunum, taka þessar leiðinlegu og annaðhvort henda þeim eða gefa þær bókasafninu. Þær reyndust vera fjórar!

Damn, damn ekki dugði þetta. Ég fór því og skoðaði yfir bækurnar og reyndi að átta mig á því um hvað þetta snérist. Og þá rann upp fyrir mér hryllilegur sannleikur (fattarinn er seinn eins og þið vitið), nefnilega innihald bókanna minna.

90% þessara bóka eru um vampýrur, lifandi dauða eða seríal killers. ÚFFFFFFF
Hvað segir þetta um mig? Er ég snar snældu biluð? Ef ég byggi ein í þorpinu, þá væri ég örugglega skrítna kellan sem fer út eftir myrkur að leita að sjálfdauðum svörtum ketti í kirkjugarðinum. Og þegar ég kæmi heim mundi ég setja eina kló af honum í pottinn með köngulónum og froskalöppunum og búa til seyði. Eftir sólarlag læddust til mín ungar konur sem vantaði ástardrykki til að tæla til sín unga menn (ég gef mér það að viagra sé ekki til þarna) og börn færu inn til sín ef þau sæu mig eða hlypu hinum megin við götuna. Ungir karlar kæmu ekki til mín því þeir trúa ekki á svona, þeir mundu senda systur sínar.

Ó mæ god, sem sagt snældu snar biluð. Heppin er ég að það skuli vera nornafundur á föstudagskvöld í keflavík!

ps. Ég ákvað að fara með þessar fjórar sem voru leiðinlegar niður í geymslu og haukurinn setti upp auka hillur fyrir hinar, verkfærakassinn var til þess. Það er ekki gott að hafa of frjótt ímyndunarafl!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger