Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 september 2003

Skóladagar
Fyrsti skóladagurinn er í dag og mun ég byrja í Eigindlegum rannsóknaraðferðum sem hljómar rosalega spennandi (eða hvað)! Ráðgjafinn ætlar líka að fara í þetta þannig að við vinkonurnar erum aftur að byrja saman í skólanum, alla vega fram að jólum ;)

Ég er soldið fegin að vera að byrja í skólanum aðallega vegna þess að þá er haustið offisíal byrjað. Ég er búin að tönglast á því frá því í ágúst byrjun að núna sé haustið að koma og held að haukurinn sé að fá alveg nóg af mér og mínu hausti. Hins vegar verð ég að játa það leyndarmál að ég hef sjaldan lifað eins langan mánuð og síðasta ágústmánuð. Þetta voru bara eins og tveir til þrír mánuðir að lengd. Alltaf þegar ég sofnaði vonaði ég að þegar ég vaknaði yrðu þessi ósköp búin en það var ekki svo gott, það var alltaf ágúst þegar ég vaknaði morguninn eftir.

Fyrir mörgum árum átti vinkona mín í krýsu og einn daginn þegar ég hringdi í hana sagði hún fleyga setningu:
-"Þetta er lengsta ár sem ég hef lifað"
Það skal tekið fram að þá voru liðnir 4 dagar af því ágæta langa ári.
Svona er mér búið að líða í ágúst. Lengsti mánuður sem ég hef lifað en sem betur fer er hann búinn og september skólamánuður byrjaður.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger