Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 september 2003

Systir mín ástkær er komin á fullt með nýju bloggsíðuna sína. Hún fer þar stórum orðum um stórskrítna fjölskyldu gullmolans og verð ég að viðurkenna að ég var alveg sammála henni um skritna aðstendendur þar til ég áttaði mig á því að "móðursystirin" er ÉG. Úps það runnu á mig tvær grímur (bæ þe vei hvernig renna á mann grímur??????? ég hef aldrei skilið þetta orðtak alveg) og vil meina að við séum öll alveg "normal".

Í dag mættum við armour alkæddar í svart. Þetta var alveg óundirbúið af okkar hálfu en lítur stórlega vel út (höldum við) af því viðhöfum heyrt hvíslað með virðingarótta á göngunum "the women in black" um leið og við brunum fram hjá.

Armour er að fara að hitta kjólameistara mikinn og fá hjá honum verðhugmynd varðandi saumaskap á galakjól fyrir frýrnar á komandi árshátið.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger