Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 september 2003

Kjólameistarinn
Armour er búin að ráða kjólameistarann! Ekki nóg með það heldur er hún búin að stofna klúbb í kringum meistarann. Ég fæ að vera með! Armour er öflug þegar hún tekur sig til. Kjólameistarinn kom með fullt af hugmyndum um hvernig við yrðum sætastar á árshátíðinni. Hann misskildi okkur að vísu fyrst og hélt við vildum sauma eitthvað einfalt til að byrja með, eitthvað svona eins og pils eða skyrtu. Við komum honum fljótt í skilning um það að við værum ekkert fyrir svoleiðis, nei við vildum galakjóla!

Núna eigum við að bruna í búðir og skoða efni og bera við andlit og háls, sveifla ströngunum í kringum okkur af innlifun og finna rétta stílnum. Hann ætlar svo að bjarga því þannig að við lítum út fyrir að vera um 1,80 á hæð og með leggi dauðans!

Til að gæta fyllsta velsæmis verðum við fleiri í klúbbnum. ÓRÓ ætlar að vera með okkur og er hætt við að sauma jakkann sem hún stefndi að og ætlar að vera með í galadæminu! Virðulegur yfirmaður okkar var ekki eins viss um ágæti hugmyndarinnar og bað okkur að fara hljótt með hana. Þess vegna set ég hana á netið!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger