Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

29 ágúst 2003

Magasín
Það berst aragrúi af blöðum inn um lúguna á hverjum degi. Þau eru auðvitað öll ókeypis og uppistaðan í þeim eru auglýsingar. Flest þessara blaða eru að mínu mati afskaplega leiðinleg og illa skrifuð en ég verð að viðurkenna að ég les þau samt. Stundum verða þau mér uppspretta mikillar gleði og sú varð raunin í gærkvöldi.

Um var að ræða blaðið Magasín sem er einhverskonar angi frá DV. Alveg sérdeilis illa skrifað blað og stundum held ég að greinarnar séu ekki einu sinni þýddar yfir á íslensku áður en þær eru birtar, alla vega þá eru þær svo óskiljanlegar að ég þarf að marglesa suma hlutana áður en ég skil hvað er á seyði.

Greinin sem gladdi mig í gær var ekki þýdd. Nei, þarna var um að ræða viðtal við nýbakaða móður og birt stór mynd af henni og barninu. Þetta er eitthvað sem er í hverju blaði og ekki nema gott eitt um það að segja. Myndin með greininni í gær var af ungri stúlku með sítt slétt hár og hélt hún á mjög dökkleitu ungabarni með snarkrullað hár og undir myndinni stóð "Hún er spegilmynd af mér" Haha ég hugsaði með mér að þetta væru meiri húmoristarnir þar sem barnið var greinilega ekki neitt svipað móðurinni þar sem það var mun dekkra yfirlitum en hún.

Ég ákvað að lesa greinina og í síðasta dálkinum kom setning sem fékk mig til að orga hreinlega úr hlátri og er ég meira segja að hugsa um að sækja um vinnu í Bónus því þar er greinilega fjör á ferðum.
Dálkurinn hefst á því að segja að hún hafi mikið unnið sem þjónn en svo kemur rúsínan: ...."hún varð ólétt við afgreiðslustörf í Bónus"

Wow, hægið aðeins á ykkur. Var hún að afgreiða þegar hún varð ólétt? Ég hef alveg misst af svona fjöri í Bónus. Að vísu fer ég ekki mjög oft en held ég ætti kannski að fara að fara oftar. Skyldi þetta hafa gerst á háannatíma eða meðan það var rólegra? Vill einhver gjöra svo vel að upplýsa mig um þetta. Ég ætti kannski bara að fara í Bónus og mundi spara helv. sprauturnar sem fara að byrja aftur........

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger