Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

31 ágúst 2003

Þá er ástkær systir mín búin að fá sér bloggsíðu, það er nú aldeilis gott. Nú þurfum við systurnar ekki að símast á þar sem við munum bara lesa skrif hjá hvor annarri, gott mál!

Þau komu í mat í gær, gullmolinn og systirin. Hann var nett pirraður vegna flensu en tók gleði sína við að berja boxboltann aðeins. það verður að styrkja börnin!

Þar sem ég hef nákvæmlega ekkert að segja í augnablikinu (enda klukkan rétt rúmlega 9 að sunnudagsmorgni) ætla ég að lesa Fréttablaðið sem minn heittelskaði er loksins búinn að sleppa klónum af.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger