Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 september 2003

Rigning
Ég vaknaði í nótt við læti á svölunum. Leit á klukkuna og hún var 1.40 (bið ykkur að hafa í huga að það er erfitt fyrir hálfblindan einstakling að líta á klukku um miðja nótt). Ég lagðist niður aftur og beið eftir því að svefninn kæmi til mín aftur og hrifi mig á brott.
KLANG, KLANG
Hver fjandinn er á seyði?
O fjandinn þetta eru blómin mín á svölunum! Og í huga mér fór fram geypimikil orusta hvort ég ætti að skrönglast á fætur, finna brillurnar og leita að fötum í myrkrinu (þar sem þessi hljóð voru augljóslega ekki að trufla minn heittelskaða sem lá og hraut eins saklaust ungabarn). Ég tapaði orustunni og skakklappaðist á fætur og í peysu, barðist við svaladyrnar og reif þær að lokum opnar og skyggndist út. Blómadruslurnar allar á sínum stað. Það er að segja í pottunum og úti í horni. Hmm mig hefur verið að dreyma!
Um leið og ég skelli hurðinni heyri ég:
KLANG; KLANG
Ég út aftur og enn er allt í lagi, en sem ég stend í rigningunni og rokinu á brókinni (en í peysu) með brillurnar á nefinu þá sé ég tvær fötudruslur djöflast á svölum nágrannans!
Ég játaði mig sigraða og fór inn aftur, kunni ekki við að banka hjá þeim og biðja þau vinsamlega að taka þessar druslur af svölunum svo ég gæti sofið!
Ég er alltof kurteis!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger