Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 september 2003

Fyrsti búinn
...og ég enn á lífi. Veit hinsvegar ekki hvort ég verð enn á lífi er nær dregur áramótum. Til stendur gegndarlaus vinna í formi viðtala og skýrslna. Kennarinn segir "þetta er mikil vinna". Mín reynsla er sú að ef kennari segir þetta þá er um að ræða vinnu sem yfirkeyrir allt annað (smá hrollur).

Vinkona mín leigubílstjórinn er búinn að fá nýja vinnu. Til hamingju með það. Það þýðir nefnilega ekki að treysta neitt á það að fara í röð og þess háttar hér á landi. Hér dugir best að eiga frænda í ríkisstjórn og ef svo er ekki, þá er bara að tvennt um að ræða: berjast við kerfið eða gera eitthvað annað. Það er ekki hægt að berjast við vindmillurnar í mörg ár. Hinsvegar verða allir að prufa ;)

Úff þessi dagur ætlar að byrja með háfleygum athugasemdum, best að stoppa hér áður en ég kemst í ham út í kerfið og allt sem því fylgir. Er ekki viss um að það fari vel svona í morgunsárið....

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger