Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 september 2003

Læknar!
Ég er að spá í það hvernig fólk fer að sem er illa veikt. Kemst það alltaf til lækna þegar það þarf á að halda? Ég er bara ekki að ná þessu. Þegar ég panta tíma hjá lækni þarf ég yfirleitt að bíða í mánuð eða lengur. Núna var ég að panta tíma út af einhverjum smá áhyggjum sem ég hef og fyrsti tími sem er laus er 30. sept. en í dag er 5. sept. Þegar að þessu kemur verð ég annað hvort orðin illa taugaveikluð eða orðin frísk. Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég nenni ekki að fara til læknis oftar en ég geri. Þegar mar loksins kemst að þá er niðurstaðan oft á tíðum engin. Tekin einhver hallærisleg blóðprufa sem ekkert kemur út úr og mar borgar 3.500 krónur fyrir. Ég er bara ekki að ná þessu. Ég er svo sem ekkert að ætlast til að mar komist að daginn eftir að mar pantar, en komm onn, mánuði seinna? Mér finnst það hryllilega langur tími.

Núna er ég í svona pirringsskapi. Það er ekki nóg með að þurfa alltaf að bíða eftir þessu öllu heldur segir fólk að mar eigi bara að vera rólegur, "það borgar sig ekekrt að vera að pirra sig". Mér finnst ég búin að vera nokkuð róleg í þessu fjandans ferli sem er nú búið að taka Þrjú ár og engin niðurstaða komin. Eina sem er búið að koma út úr þessu öllu er að ég veit núna að það er "eðlilegt" að bíða eftir tíma hjá þessum eða hinum og alltaf ný röð og alltaf aftast í röðinni.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger