Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

27 ágúst 2003

Í hádeginu í gær brugðum við Armour okkur í bæinn. Það er nú svo sem ekki í frásögur færandi þar sem við gerum þetta annaðslagið, svona til að stytta daginn. Það sem er hinsvegar frásöguvert er að í þessari bílferð stoppuðum við á rauðu ljósi og þá komu þrír stuttbuxnaklæddir menn skokkandi yfir götuna (endurtek þetta var í hádeginu). Ég lít svona annarshugar á þessa menn og er ekkert að pæla í þeim þegar ég uppgötva mér til sannrar gleði að einn þeirra er hann Kolli sem var í FB á sínum tíma í sama vinahóp og ég.

Þetta var stórkostleg uppgötvun. Á sínum tíma var Kolli ekki mikill íþróttaálfur. Hann fór jú á skíði og var fantagóður skíðari en ég minnist þess ekki að hafa séð hann skokka. Þarna var hann sem sagt í hvítum stuttbuxum að skokka með tveimur öðrum á Sæbrautinni um hábjartan dag. Fer verkfræðin svona í menn á gamals aldri? Nú bíð ég spennt eftir að heyra að Árni sé farinn að skokka líka og þá er síðasta vígið fallið! Hann er nefnilega bílakall og þeir skokka ekki en ég hefði líka þorað að veðja fyrir þessa stund í gær að verkfræðingurinn skokkaði ekki heldur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger