Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

28 ágúst 2003

LÍN
Þá er runnin upp árviss viðburður en á þessum tíma á hverju ári borga ég til baka til LÍN peningana sem þeir voru svo almennilegir að lána mér meðan ég var við nám. Að vísu dugði upphæð þeirra mér ekki til framfærslu og ég varð því að alltaf að vinna með náminu sem aftur varð til þess að lán ársins á árinu sem eftir kom voru lækkuð. Þetta var eilíf hringrás og mesta furða að ég skyldi ekki vera komin með magasár þegar að náminu lauk.

Síðan er ég búin að vera að borga af láninu. Fullt af peningum og alls ekki í samræmi við upphæðina sem ég fékk lánað. Nei þessi er miðuð við tekjur mínar í dag sem er kannski sanngjarnt ég veit ekkert um það. Held samt að ég væri glaðari að borga ef ég hefði getað lifað af þessum pening á sínum tíma. Eini bjarti punkturinn í þessu öllu saman er sá að núna 1. sept. þegar ég verð búin að borga blóðgreiðsluna mína, þá eru bara tvö ár eftir og þá er skuld minni við LÍN lokið. Ég ætla rétt að vona að ég þurfi aldrei framar að vera upp á þá komin (hrollur).

Einu sinni fyrir nokkrum árum datt mér í hug að fara í Listaskóla í London. Ægilega fínn skóli og svona nokkuð erfitt að komast inn. Ég fór í viðtal við skólann og í framhaldi af því samþykktu þeir mig til inngöngu. Ég sótti auðvitað um lán til LÍN í krafti þess að ég hafði ekki fullnýtt lánsmöguleikana þar. LÍN sendi mér bréf til baka að þar sem þeir teldu að ég væri að fara aftur á bak með þessu námi þá teldu þeir ekki rétt að lána til námsins! Gamla góða forsjárhyggjan ríkir þar eins og annarsstaðar.

Hefðu þeir samþykkt námið þá væri ég líklegast búin með núna og sæi fram á ævilanga skuld við LÍN, það er mér mikið gleðiefni að svo skyldi ekki hafa farið.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger