Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 ágúst 2003

Bálför
Stundum fæ ég skyndihugmyndir þegar ég er á vafri á netinu og skrái mig einhverstaðar á lista og gleymi því svo. Eina slíka hugmynd fékk ég á dögunum og er það nokkuð sem er búið að vera mér hjartans mál. Ég vil nefnilega láta brenna mig þegar ég dey. Nú er það alls ekki svo að ég sé neitt að fara að deyja eða sé haldin einhverjum feigðarhugsunum, hinsvegar er ég hrædd um að ef ég færi mjög skyndilega til forfeðra minna þá mundu mínir nánustu ekki hafa hugmynd um hvernig ég vil haga jarðneskum leifum mínum. Ég get nefnilega ekki hugsað mér að kistan mín yrði óvart grafin upp og eitthvað af beinunum mínum týndust eða (og það er öllu verri tilhugsun) að pöddur og maurar skriðu um mig alla.

Til þess að koma í veg fyrir allan vafa fór ég inn á Kirkjugarða Reykjavíkur og skráði þar óskir mínar. Þetta var ekkert mál en ég þurfti að skrá tvo votta, það var heldur ekkert mál og ég skráði þar mína elskulegu systur og haukinn. Og fór síðan að sofa ánægð með dagsverkið!

Í morgun hringdi mín kæra systir og spurði hver fjandinn gengi á?
Hmm..varðandi hvað? spyr ég eins og fálki.

Hún svaraði æst; "ég er að fá email frá kirkjugörðum þar sem ég er beðin að votta beiðni um bálför þína? Hver Fj****** gengur á?"

Úps stundum fer ég fram úr sjálfri mér og ég gleymdi að láta hana vita að hún ætti að vera vottur. Ég held helst að hún hafi haldið að hún ætti að standa við bálið og ýta kistunni inn en það er ekki svo slæmt, hún þurfti bara að votta skjalið og andlegt heilbrigði mitt sem hún greinilega efast um á þessari stundu!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger