Vélskólaneminn átti að byrja í skólanum í dag. Í gær fékk hann afhenta þá lengstu stundatöflu sem hann hafði nokkurn tíma séð og var klárlega alveg í sjokki. Greyið á að vera þrjá daga til sex í skólanum, það er ekki skemmtilegt! Þetta hljómar meira en meðal vinna, ég fæ að minnsta kosti að hætta á miðjum degi, kl. 16.30 (þeas þegar ég hef haft rænu á að mæta á réttum tíma, annars er það náttúrulega seinna).
27 ágúst 2003
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka