Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 júlí 2003

Þá erum við komin til baka úr sumarfríinu okkar. Ég veit ekki hvort nokkur hefur tekið eftir því en við erum búin að vera í burtu í heila viku. Heila viku. Við fórum í sumarbústað í Borgarfirði bara tvö ein ;) og það var alveg rosalega fínt. Við erum búin að vera á fullu að gera ekki neitt þessa viku. Búin að skoða Borgarfjörðinn (við bæði), lesa fullt af bókum (ég), veiða fisk (haukurinn) og eitthvað smá svona fleira. Þetta var rosalega fínt. Veðrið var svona lala en hverjum er ekki sama. Kyrrðin í Borgarfirðinum, fuglasöngur og náttúra. Hvers fleira getur maður óskað? Ég veit það ekki, við erum mjög ánægð með þetta og fórum meira segja að leita að rótum hauksins (afi hans fæddist í Borgarfirði og er staðurinn í eyði í dag). Þar upplifðum við einstaka stund. Það tók okkur smá tíma að finna hvar býlið hafði staðið á mýrunum í Borgarfirði. Við gengum upp á hól til að horfa yfir landið alveg grunlaus um það hvað biði okkar. Þegar upp á hólinn var komið horfðum við yfir mýrlendi, það var þungt yfir, eiginlega einskonar þoka, mörg lítil vötn birtust okkur og yfir þeim sveimaði fuglager og hljóðin sem þeir gáfu frá sér voru ekki af þessum heimi. Þetta var eins og að horfa inn í mynd Hitckock "The Birds". Fuglamergðin var óendanleg og hljóðin ólýsanleg. Við stóðum heillengi alveg eins og nelgd niður og drukkum í okkur þessa sýn. Þegar við gengum niður af hólnum aftur, sömuleið og við komum hljóðnaði fuglahávaðinn um leið og þegar við vorum komin að bílnum sem var nokkra metra í burtu var ekki að sjá eða heyra að það þarna rétt hinum megin við hólinn væri allt annað líf!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger