Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

17 mars 2003

Og þá er húsmæðraorlofi 2003 lokið! Að þessu sinni fórum við fimm og þar var mikið gaman. Við höfðum með okkur fullt að lesa en og drekka og auðvitað borða! Höfðum steinasteik á laugardagskvöldið og það var svo mikið grænmeti að við nærri gleymdum að borða kjötið (hver hefði trúað því). Steinasteik er frábær uppfinning!!!!!
Potturinn stóð fyrir sínu og var heitur og fínn. Hafði með mér kampavín (að ráði starfsmanns frívörulagersins) og skrattans flaskan sprakk í frystinum. Þegar við opnuðum frystihólfið leit þetta út eins og einhver hefði orðið fyrir stórslysi (vínið var rautt). Sá heilmikið eftir þessari flösku því hún hafði fengið sérstök meðmæli..en það var svo sem nóg annað að drekka, jafnvel kokteilar fyrir þær sem það vildu!
Við höfðum það af að fara ekkert út úr húsi (nema Murta skrapp eftir einhverju að brenna). Annar erum við stoltar af því að viðurkenna að þetta var hreint og klár orlof þar sem enginn nennti að hreyfa sig.
Umræðurnar að þessu sinni sérust um brjóstastærð og brjóstagerðir! Mjög þarft og gott umræðuefni! Einnig eyddum við smátíma í að finna gönguferðir sem við gætum farið í, í útlöndum (eyddum ekki löngum tíma í það þar sem við lágum og þjáðumst af ógurlegri leti).
Allflestir á leið í eitthvað nám þannig að allir eru voða spenntir fyrir næsta vetri!
Hvað meira?? Jú eitthvað ógurlega fínt partý í sumar að fagna stórafmælum (mitt, MB, HE og corason líka). Það er spennandi að vita hvernig það verður ;)))
Nenni ekki að skrifa meira (þarf að vinna smá)..kemur meira svona smá saman

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger