Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

10 mars 2003

jæja þá er ég búin að vvelta mér upp úr þessu í heila helgi. Á að vera að lesa undir próf en get ekki einbeitt mér því að hausinn leitar alltaf að þessu. Við erum búin að hlæja soldið að dr.börn.is því hann er svo utan við sig, hann er sko prófessor af gamla skólanum! Þegar við spurðum hann hvernig prósessinn væri þá svaraði hann orðrétt (eftir að hafa náð í blað til að teikna þetta upp á): Númer eitt þið hringið á deildina og þá svara einhver og segir góðan daginn! Þá segið þið að þið séuð að panta tíma..." Ef þetta hefði ekki verið háalvarlegt mál þá hefði þetta verið geðveikislega fyndið. Þetta var eiginlega eins og í versta farsa..að spyrja um prósess og fá leiðbeiningar um það hvernig símatalið gengur fyrir sig!!!!! Við hlustuðum auðvitað á hann af stakri athygli og þegar fröken óþolinmóð hérna megin greip frammí til að ítreka að við vissum ekki neitt hvernig þetta allt virkaði, þá byrjaði doktorinn auðvitað upp á nýtt að segja okkur hvernig símtalið mundi virka..úff nokkuð fyndið svona eftir á séð en alls ekki þegar við sátum þarna eins og aular ;). Við spurðum líka um líkurnar á því að eitthvað gerist og þá dró hann upp pennann aftur og teiknaði línurit og tautaði um uppsafnað þetta og hitt..en við vildum vita líkurnar á fyrstu tilraun..ekki samansafnaðar eftir 3-4 tilraunir sem er hámarkið...
En sem sagt, eftir að hafa leitað mér frekari upplýsinga þá er þetta nú ekki eins auðvelt og minn hæstvirti doktor vildi meina. Hjá honum hljómaði þetta mjög auðvelt..þið bara hringið og kannski komist þið ekki að í fyrstu hringingu en þið komist þá næst..en í reyndinni er fólk að komast að kannski í fjórðu tilraun..úfffffff..svo eru það sumarlokanir..og sumarfrí úfffffffffffff nú er ég að mála skrattann á veginn en stundum gerist það bara sérstaklega eftir að vera búinn að hringsnúast heila helgi...;(((
en svo verður þetta kannski ekkert mál

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger