Jæja skólinn aftur! Kennarakvölin lofar að skila fljótlega hvað sem það þýðir, gæti þýtt þessar heilögu 3 vikur háskólans en það skiptir svo sem ekki máli ég held að þetta margmiðlunarnámskeið sé að byrja og ef ég er byrjuð þegar einkunnin er komin þá er eflaust ekki hægt að fleygja mér út..tralalala..það er stundum gaman að vera til!
Við haukurinn erum að verða búin að gera baðið svo fínt að bráðum tímum við ekki lengur að fara þangað inn!! Hann hafði að vísu tekið eina hillu niður meðan ég var í orlofinu og ég vissi það. Mér til mikillar undrunar hafði hann raðað alveg eins upp eins og ég hafði gert, meira segja raðað naglalökkunum mínum eftir litum!! WOW þvílíkur maður, ég hélt að karlmenn tækju ekki eftir svona smáatriðum og sem ég stend þarna og dáist að handbragði hans kemur hann blaðskellandi og spyr hvað ég sé að gera. Ég sagði honum að ég væri að dást að því hvernig hann hefði raðað naglalökkunum aftur á hilluna. "hvaðmeinarðu?? Raðað aftur?? Ég tók bara hilluna niður með öllu sem á henni var og þurfti engu að raða aftur" svaraði hann stoltur! Hehe þarna hrundi sú tálsýn!
Hann fékk líka "til prufu" nýtt járn fyrir eyrnalokkana mína. Gosh hvað þetta er flott, þeir taka sig miklu betur út núna en áður ;)) og síðan erum við að verða búin að setja upp fullt af myndum inn á bað, fórum þá leið að skanna ýmsar myndir og þá getum við skipt oftar...ægilega fínt ;))
Við haukurinn erum að verða búin að gera baðið svo fínt að bráðum tímum við ekki lengur að fara þangað inn!! Hann hafði að vísu tekið eina hillu niður meðan ég var í orlofinu og ég vissi það. Mér til mikillar undrunar hafði hann raðað alveg eins upp eins og ég hafði gert, meira segja raðað naglalökkunum mínum eftir litum!! WOW þvílíkur maður, ég hélt að karlmenn tækju ekki eftir svona smáatriðum og sem ég stend þarna og dáist að handbragði hans kemur hann blaðskellandi og spyr hvað ég sé að gera. Ég sagði honum að ég væri að dást að því hvernig hann hefði raðað naglalökkunum aftur á hilluna. "hvaðmeinarðu?? Raðað aftur?? Ég tók bara hilluna niður með öllu sem á henni var og þurfti engu að raða aftur" svaraði hann stoltur! Hehe þarna hrundi sú tálsýn!
Hann fékk líka "til prufu" nýtt járn fyrir eyrnalokkana mína. Gosh hvað þetta er flott, þeir taka sig miklu betur út núna en áður ;)) og síðan erum við að verða búin að setja upp fullt af myndum inn á bað, fórum þá leið að skanna ýmsar myndir og þá getum við skipt oftar...ægilega fínt ;))