Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 janúar 2003

Ýmis próf
Ég fór inn á femin og þar er hægt að taka þetta fína próf til að sjá hvort maður sé leiðtogi. Mér var farið að detta í hug að ég gæti orðið önnur Ingibjörg Sólrún en fótunum var snarlega kippt undan mér með það. Mér finnst að þeir mættu orða útkomuna svoldið þannig að fólki sárni ekki. Mér hreinlega daubrá "Þú er meðalmaður". Fyrst hélt ég að þetta væri bull og niðurstöðurnar mínar hefðu ruglast við einhverjar aðrar, en nei þetta reyndist rétt. Ég er meðalmaður!!! Ekki einu sinni meðal kona, nei nei bara venjulegur meðalmaður. Það á sem sagt ekki eftir að verða neitt úr mér. Ég er þessi meðal jón í meðal vístölu fjölskyldu (sem er kannski ekki alveg rétt ég held að fjöldskylda mín teljist seint til meðal manna og hana nú) en ég er meðal. Ég fékk jafnmikið sjokk og eftir að ég tók gáfnaprófið og kom út með rétt meðal greind. Það var hryllilegt sjokk. Foreldrarnir búnir að telja mér trú um það alla ævi að ég sé stórklár en þarna stóð svart á hvítu að ég rétt skríð yfir meðal. Og eins og allir vita þá lýgur tölvan ekki, nei ekki frekar en Mogginn, málgagnið sem ég lærði að lesa í. Ég reyndi að telja mér trú um að þetta væri vegna þess að prófið væri á ensku og ég hefði ekki skilið það nógu vel. Það var gott að trúa þessu en það stóð ekki lengi. Haukurinn komst á snoðir um þetta hryllingspróf og ákvað að taka það líka þó ég reyndi að vara hann við (vildi ekki að hann fengi svona sjokk ekki víst hann hefði þolað það). En hvað gerðist????? Jú hann fékk auðvitað hærri útkomu. Og ekki nóg með það að hann fengi hærra en ég heldur fékk hann útkomu sem flokkast undir þokkalega greind. HuH. Ég er sem sagt meðalmaður með létt liðlega meðalgreind og verð bara að sætta mig við það hvort sem mér líkar betur eða verr. Nú á ég bara eftir að taka alkaprófið og sjá hvort ég sé alki líka, það væri nú frábært. Meðalmaður með rétt meðalgreind og alkoholtendensa. úff!! Hefði kannski frekar átt að ákveða að hætta að drekka frekar en hætta að reykja. Er nefnilega viss um að ég kem ekki vel út í þessu prófi.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger