Í gær fórum við kjarnafjölskyldan í afmæli (er nýbúin að læra þetta fína orð "kjarnafjölskyldan"). Þetta var þrítugsafmæli og gestirnir voru nokkur hundruð reikna ég með. Unginn minn var þarna að fara í "ammili" og þar hitti hún vinkonurnar og fékk blöðrur og fínerí. Hún var að vísu hálfhrædd þegar fjöldinn var sem mestur þannig að við fórum bara og fengum okkur sæti meðan það var. Eins varð hún mjög hrædd við trúða í gleðilitunum sem höfðu mikinn hávaða og eflaust gleði fyrir einhverja. Ekki okkur. Við fórum bara inn og lékum ljón til að minna okkur á að við værum sterkar og ekki hræddar við neitt.
Eftir ammilið fórum við í hitting með Kínahópnum okkar. Þar hittust sex flottar stelpum ásamt flottum eldri systkinum og foreldrum (foreldrarnir líka flottir sko). Unginn er voða glöð þegar hún hittir stelpurnar. Að vísu var hún eins og heimaríkur hundur til að byrja með því hún reyndi að reka stelurnar sem hún sér sjaldnast frá dótinu hennar Kristínar en það gekk yfir fljótt og vel og náði að dunda sér við dótið og leyfði þeim að gera það sem þær vildu. Hún er stjórnsöm eins og mamman og þver eins og pabbinn (haha eins og mamman sé ekki þver)
Eftir ammilið fórum við í hitting með Kínahópnum okkar. Þar hittust sex flottar stelpum ásamt flottum eldri systkinum og foreldrum (foreldrarnir líka flottir sko). Unginn er voða glöð þegar hún hittir stelpurnar. Að vísu var hún eins og heimaríkur hundur til að byrja með því hún reyndi að reka stelurnar sem hún sér sjaldnast frá dótinu hennar Kristínar en það gekk yfir fljótt og vel og náði að dunda sér við dótið og leyfði þeim að gera það sem þær vildu. Hún er stjórnsöm eins og mamman og þver eins og pabbinn (haha eins og mamman sé ekki þver)