Klukkan er ekki orðin átta og ég er sest niður með coke með sykri. Ég sem drekk ekki einu sinni svona coke. Þetta er sem sagt tilvísun á komandi dag! Litli unginn svaf nefnilega ekkert í nótt. Hún var sko vakandi frá því einhvern tíma fyrir klukkan þrjú (en þá vaknaði ég) til klukkan að verða sex (en þá sofnaði ég). Nú eru sko alls ekki læti í þessari dömu. Ó nei, hún bara byltir sér og lemur fótunum í rúmið og það verður til þess að þessi svefnlétta hér getur ekki sofið. Ég prufaði allt. Tók hana til mín og knúsaði og strauk bakið og magann. Strauk höfuðið en þá skríkti hún og hélt hendinni þar. Úff, ég er þreytt. Best að skella í sig þessari coke og gá hvort ég lagist ekki!
Í gær fórum við í móttöku því við erum að leggja línurnar fyrir framtíðina. Daman er ekki orðin tveggja ára og hefur nú mætt í tvær sendiráðsmóttökur. Geri aðrir betur! Sendiráðsstarfsmennirnir staðfestu það sem ég hef áður lesið, að það er mjög sjaldgæft að svona ung börn eins og Unginn ráði við matprjónana að nokkru ráði. haukur sýndi þeim myndbrotið þar sem hún er að borða og þau áttu ekki orð. Sögðu hana halda hárrétt á prjónunum og hún væri greinilega mjög bráðger. Jájá segið mér eitthvað nýtt hihi
Í gær fórum við í móttöku því við erum að leggja línurnar fyrir framtíðina. Daman er ekki orðin tveggja ára og hefur nú mætt í tvær sendiráðsmóttökur. Geri aðrir betur! Sendiráðsstarfsmennirnir staðfestu það sem ég hef áður lesið, að það er mjög sjaldgæft að svona ung börn eins og Unginn ráði við matprjónana að nokkru ráði. haukur sýndi þeim myndbrotið þar sem hún er að borða og þau áttu ekki orð. Sögðu hana halda hárrétt á prjónunum og hún væri greinilega mjög bráðger. Jájá segið mér eitthvað nýtt hihi