Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 janúar 2008

Í morgun var brjálað veður eins og þeir vita sem vöknuðu nógu snemma. Ég var ein af þeim. Á leiðinni í vinnuna heyrði ég tilkynningu um að fólk ætti að vera heima nema það ætti brýnt erindi út. Hvað er brýnt erindi? Er það vinnan? Ekki veit ég það enda var ég að þvælast úti. Veðrið var á tímabili svo dimmt að ég keyrði framhjá afleggjaranum í Kópavog haha þarna sat ég kreppt í bílnum og reyndi að komast leiðar minnar og fór framhjá... varð að keyra inn á Breiðholtsafleggjarann til þess að komast aftur á rétta braut.

Fór og hitti Megagellurnar í gær. Þær eru alltaf jafn gellulegar og JJ var auðvitað með flott meðlæti handa okkur sísvöngum gellunum. En það sem hæst bar á þessum fundi var að þangað mætti spákarl og lagði fyrir okkur spil. það var athyglisvert en ég hefði nú svo sem alveg getað lagt þetta eins vel og hann. Hann vildi samt meina að það væru hræringar í vinnumálum og að við Skakki myndum eignast annað barn eftir tvö ár... jahá og ehemm annað barn bara og þetta bara ungi enn.

Og talandi um ungann, eitthvað var hann órólegur í nótt og vildi bara sofa í faðmi elskulegrar móður sinnar sem við það lenti út á brún í rúminu sem nota bene er RISA stórt. Ég varð því að sofa upp á rönd í smátíma og það varð til þess að ég var óvenju geðstirð er ég vaknaði alein í morgun og druslaðist út í óveðrið. Eins gott ég var búin að fjárfesta í þessari úlpu!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger