Síðasta bölbæn:
Megi lygar Hennar flækja Hana í svo þéttan vef að Hún geti sig varla hrært. Megi dagar Hennar dimma og framtíðin visna. Megi Hún fá yfirmann sem hatar hana og vill Henni veg hennar verstan. Megi Hún lenda í sömu aðstæðum og Hún beitir en án hreinnar samvisku.
Þetta var síðasta bölbænin í bili. Mér líður betur og í gær eftir að hafa gleypt hræðsluna fór ég í fyrirtækið og fékk mín persónulegu gögn og gekk síðan um kvaddi fólk. Með þeirra stuðning á bakinu eru mér allir vegir færir en ég skal viðurkenna þetta voru þung og erfið spor og á tímabili hélt ég að ég mundi ekki klára það. En ég bar höfuðið hátt og veifaði drottingarlegu veifi og var föðmuð og kysst eins ég væri að fara á sjúkrahús til að deyja. Örugglega mjög hallærislegt en mér leið betur og ég vona að fyrrverandi samstarfsfólki sem fékk hluta af þessu höggi hafi líka liðið betur. Ég var nærri farin að gráta þegar nokkrir grúfðu társtokkin andlit að öxlinni að mér og sögðust ekki getað talað. En ég var töffari og það var auðvitað bara húfunni minni að þakka. Sá sem á svona töffarahúfu getur farið í gegnum allt. Á þriðjudaginn ætla ég síðan að skella mér til Svíþjóðar til að ná áttum. Og síðan þarf ég að fara að finna mér verkefni fram að barneignarfríi því það er ljóst að ég sæki ekki um vinnu því ekkert fyrirtæki ræður konu á leið í barneignarfríi eftir 4-5 mánuði. Ég fékk tvö heilræði í faragjöf í gær og þau byrjuðu að virka strax í gær: Eldri maður: Mundu það dúllan mín að það er líf eftir xxxxxxx og yngri kona: þegar einar dyr lokast opnast tvær aðrar. Og ein er byrjuð að opnast.
Megi lygar Hennar flækja Hana í svo þéttan vef að Hún geti sig varla hrært. Megi dagar Hennar dimma og framtíðin visna. Megi Hún fá yfirmann sem hatar hana og vill Henni veg hennar verstan. Megi Hún lenda í sömu aðstæðum og Hún beitir en án hreinnar samvisku.
Þetta var síðasta bölbænin í bili. Mér líður betur og í gær eftir að hafa gleypt hræðsluna fór ég í fyrirtækið og fékk mín persónulegu gögn og gekk síðan um kvaddi fólk. Með þeirra stuðning á bakinu eru mér allir vegir færir en ég skal viðurkenna þetta voru þung og erfið spor og á tímabili hélt ég að ég mundi ekki klára það. En ég bar höfuðið hátt og veifaði drottingarlegu veifi og var föðmuð og kysst eins ég væri að fara á sjúkrahús til að deyja. Örugglega mjög hallærislegt en mér leið betur og ég vona að fyrrverandi samstarfsfólki sem fékk hluta af þessu höggi hafi líka liðið betur. Ég var nærri farin að gráta þegar nokkrir grúfðu társtokkin andlit að öxlinni að mér og sögðust ekki getað talað. En ég var töffari og það var auðvitað bara húfunni minni að þakka. Sá sem á svona töffarahúfu getur farið í gegnum allt. Á þriðjudaginn ætla ég síðan að skella mér til Svíþjóðar til að ná áttum. Og síðan þarf ég að fara að finna mér verkefni fram að barneignarfríi því það er ljóst að ég sæki ekki um vinnu því ekkert fyrirtæki ræður konu á leið í barneignarfríi eftir 4-5 mánuði. Ég fékk tvö heilræði í faragjöf í gær og þau byrjuðu að virka strax í gær: Eldri maður: Mundu það dúllan mín að það er líf eftir xxxxxxx og yngri kona: þegar einar dyr lokast opnast tvær aðrar. Og ein er byrjuð að opnast.