Ég er búin að eiga mjög erfiða daga þessa viku. En það er eitt sem ég verð að láta koma fram. Stuðningur allra í kringum mig hefur verið ómetanlegur. Vinir og fjölskylda hafa gjörsamlega þjappað sér í kringum mig og stappað í mig stálinu og fyrrum samstarfsmenn hafa hringt einn af öðrum og látið í ljósi reiði og stuðning. Sá sem á svona marga vini er ríkur maður og þá skiptir minna máli þó einhverjir örfáir séu með mannorðsmeiðandi aðgerðir. Ég þakka ykkur öllum kærlega fyrir og þó það sjáist ekki þó met ég þetta mikils
An now the show must go on....