Fyrsti dagurinn í nýja lífsstílnum í gær og hann leið bara nokkuð vel. Ég fór í sund og synti í fyrsta skiptið í 10 ár eða meira. Það hefur nú ýmislegt breyst síðan ég fór síðast en ég kann þó alla vega enn að synda. Nú fær maður ekki lengur lykla og klefarnir eru svaka flóknir fyrir blindingja. Og í sturtunum er einhver pottur sem vindur sundfötin haha mér var farið að líða eins og geimveru sem er nýlent á jörðinni ;) Held samt að ég verði að fara með linsurnar næst því það rak einhver kona andlitið framan í mig og ég var að spá hvað væri eiginlega að þessari kellu þegar ég uppgötvaði að þetta var ástkær móðursystir mín hehe Ekki gott að vera blindur á ferðinni! En þetta var samt fínt. Ég synti 500 metra og var bara mjög ánægð með mig. Í dag er ég með smá strengi hér og þar. Mjög gott bara!
27 júní 2006
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka