Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 júní 2006

Það eru uppi stóvægileg áform um breytt líf! Nýr lífsstíll og betri kona (eða verri). Skrítið samt hvernig þessi plön eiga það til að flækjast í einhverju bulli og verða aldrei að veruleika. Er að hugsa um að stofna fyrirtæki sem býr til plön handa öðru fólki. Þannig fæ ég útrás fyrir þessi eilífu plön mín og þarf ekki að framfylgja þeim sjálf heldur mun fólk borga mér fyrir að búa til plön fyrir sig (sem það ræður svo hvort það framfylgir)! Hljómar vel, sérstaklega þetta með borgunina!

Annars pantaði ég mér ný gleraugi af algerri rælni á laugardag. Ég var stödd í gleraugnabúð með Ásdísi sem var eitthvað að erindast og þá sá ég útundan mér gleraugun mín (það á aldrei að líta útundan sér í svona búðum því þá endar maður með að kaupa eitthvað). En sem sagt þarna lágu gleraugun MÍN á gleraugnastæði og ég vissi ekki fyrr en ég var búin að ganga frá pöntun. Mannauminginn varð fyrir þeirri opinberun að afgreiða konu sem fannst gleraugun ÓDÝR svo ódýr að hún var að hugsa um að kaupa önnur í leiðinni. Hann sagðist ekki vanur því að fólk óskapaðist yfir því hvað gleraugu kostuðu lítið heldur frekar hið gagnstæða. Ég hef náttúrulega aldrei verið eins og annað fólk en á mér þó þá afsökun að fram til þessa hef ég verið að borga tvöfalt meira fyrir gleraugu heldur en hann ætlar að rukka fyrir mig. Ég er svo hamingjusöm að það nær bara engu lagi og nú sit ég og læt mig hlakka til að setja upp þessar forkunnarfögru lonníettur!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger