Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

26 júní 2006

Ég hefði ekki átt að vera svona ánægð með verðið á gleraugunum. Það er búið að hringja í mig spyrja hvort ég geri mér grein fyrir að þetta séu kókbotnar sem ég pantaði í staðinn fyrir gler. Jæja aðeins orðum aukið en það hringdi samt kona og spurði hvort ég gerði mér grein fyrir að glerin væru mjög þykk sem ég valdi. Ég valdi?? 'Eg valdi ekki neitt, ég treysti gaurnum sem seldi gleraugun og ég sagði henni það (plús það að ég sagði honum að ég vildi EKKI kókbotna). Hún sagði..."oh það hefur bara verið svona mikið að gera" og ég sagði "nei, við vorum tvær í búðinni og sölumaðurinn" ... hmmmm er þetta traustvekjandi? Konan var voða vandræðaleg og sagði að hún vildi bara vera viss um að ég vissi hvað ég hefði valið..næsta gler fyrir neðan væri bara 2000 krónum dýrara en það sem ég "valdi". ASNAR!!! Þau verða búin að hækka gleraugun upp í það sem ég sem öll hin hafa kostað áður en ég verð búin að snúa mér við! Og sjáið mig bara í anda staulast um með kókbotnana og kannski plástur til að halda þeim saman!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger