Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

25 júní 2006

Gærdagurinn reyndist erfiðari en ráð hafði verið gert fyrir. Umhverfisfræðingurinn og listmálarinn ætluðu í brúðkaupsveislu og við Flosi ætluðum að eyða kvöldinu saman. Byrjunin var fín. Drengurinn borðaði eins og honum væri borgað fyrir það (sannur sonur föður síns), fór þegjandi og hljóðalaust í náttfötin og brosti almennt allan hringinn til mín... En Adam var sko ekki lengi í Paradís áður en honum tókst að gabba Evu til að éta eplið (eða var það öfugt) og hið sama átti við Flosa. Hann var sko ekki sáttur við að fara að sofa og áður en leið á löngu var andlitið orðið rauðara en hárið og mér ekki farið að standa á sama. Ég var viss um að einhver færi að hringja á barnaverndarnefnd ef ég gerði ekki eitthvað drastíkst þannig að ég kippti honum bara aftur úr rúminu og bað hann afsökunar á því að hafa ætlað að láta hann fara að sofa. Hann samþykkti afsökunarbeiðnina og var farinn að hjala inni í stofu mjög glaður með lífið og tilveruna þegar við heyrðum í lykli. Listamaðurinn var mættur og bað mig að skipta um sæti (ekki fara í brúðkaupið mér datt það fyrst í hug) og skutlast með frúnna á læknavaktina því henni liði ekki vel. Við brunuðum því þangað og fórum þaðan beint á Slysó þar sem hún var í rannsóknum allt kvöldið. Allt virtist þó vera fínt þannig að eftir fjóra tíma vorum við sendar aftur heim með ströng fyrirmæli um að hún myndi hvíla sig og gera allt til þess sem hún mögulega gæti. Úff þetta var ekki eins skemmtilegt kvöld fyrir þau hjónin eins og lagt hafði verið upp með. Ég viðurkenni að félagsskapur minn er einstaklega skemmtilegur en ég er þó ekki á við heila brúðkaupsveislu þó ég hafi reynt að gera mitt besta þarna í biðinni.

Mér hefur hinsvegar ekki orðið mikið af verki í dag. Ætlaði að þrífa alla íbúðina um helgina en hef einhvern veginn bara komist í að þrífa eldhússkápana... að utan.. haha mest áríðandi verkefnið!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger