Það má alls ekki bregða sér af bæ í nokkra daga þá fer allt af stað. Yfirmaður minn sagði upp meðan ég var í burtu (sem er auðvitað gott mál fyrir hana og allt það) og hennar yfirmaður ákvað í framhaldinu að gera ákveðnar breytingar á sínum störfum. Yfirmaðurinn hringdi til mín þar sem ég sat í góðu yfirlæti á vellinum í Köben og sagði mér fréttirnar. Ég hélt hún væri að grínast. Síðan er ég búin að sitja og spá í því hvað ég eigi að gera. Mest langar mig að hætta líka en það er hinsvegar ekki nógu skynsamlegt í stöðunni en á hinn bóginn er ekki eins og ég sé að fara í þetta blessaða fæðingarorlof neitt í náinni framtíð. Ef ég held áfram að bíða eftir því og geri ekkert af því sem mig langar til að gera.. þá verð ég orðin guggin og grá áður en við er litið.
Best að fara í sveitina með Molann (að skoða dýrin og anda að sér sveitafnyknum) meðan ég hugsa þetta.
Best að fara í sveitina með Molann (að skoða dýrin og anda að sér sveitafnyknum) meðan ég hugsa þetta.