Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 júní 2006

Svakalega geta jólin verið skemmtileg! Í gær tók ég forskot á sæluna og fór í þetta flotta jólaboð í boði nýju kaupmannanna, SM, Hjarta og hjásvæfu SM. Ofsalega var þetta skemmtilegt og flott boð. Ofsalega var ég glöð að eiga vini sem geta haldið svona flott boð og boðið mér með hehe. Ég sá strax að ef ég vendi komur mínar inn í þessa búð yrði ég fljótt öreigi! Ég skil vel að félagar mínir skyldu hafa keypt þessa búð því þau hafa pottþétt ekki getað hamið sig og þetta hefur hreinlega verið ódýrara heldur en vera alltaf að kaupa 1 og 1 stykki.

Hjartað ætlar að setja upp nýja reglu í búðinni. Þeir sem koma verða að leggja inn kortið sitt, það er skannað og þeim sagt í framhaldi af því hvaða muni þeir meigi snerta.. þeas hvaða muni þeir muni geta borgað ef þeir brjóta eitthvað..haha brilljant regla alveg! Sumt er alveg offlimit fyrir alla nema Jón Ásgeir, spurning hvort hann hafi komið þarna inn og viti að það sé hlutur þar sem hann meigi snerta því hann geti borgað þó hann missi hlutinn?

Ég fjárfesti í sérstökum jólakúlum sem eiga að hafa minningargildi fyrir 8 litlar konur. Fyrsta jólaskrautið sem sé... en það verður ekki afhent strax...

Og á morgun fer ég til Sweden að heimsækja nýbúana. Og í kvöld kemur Skakki heim til sín eftir tveggja vikna fjarveru. Það er bara gaman að vera til!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger