Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 ágúst 2005

Ekki veit ég hvað ég gerði á kvöldin fyrir daga lopapeysunnar!!!

Annars var frábær smáfrétt í Fréttablaðinu í gær:
Gleymdi eiginkonunni
Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar.

Hjónin voru á ferð ásamt fjögurra ára dóttur sinni og stöðvuðu ferð sína til þess að taka bensín, að því er segir á fréttavef CNN. Þar fór konan út úr bifreiðinni til þess að fara á salerni án þess að eiginmaður hennar tæki eftir.

Konan hafði hvorki á sér fjármuni né persónuskilríki og hafði því samband við lögreglu, sem tókst loks að finna manninn í Mílanó. Hann gaf þá skýringu að kona hans sæti alltaf í aftursætinu og hann yrði hennar því ekki var.


Alveg finnst mér þetta brilljant. Þau talast ekki mikið við og hann er ekki einu sinni að gjóta til hennar augunum í baksýnisspeglinum annað slagið. Og hvað með krakkann? Var hún ekkert að kvarta í sex tíma að mamma hennar væri ekki á staðnum? Og þegar kallinn er kominn til Mílanó þá er hann ekkert að minnast á það við konuna, nei, nei löggan þarf að grafa hann upp og þá er hann bbara hissa. Ha? Konan mín? Mér finnst þetta ekkert annað en brilljant!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger