Ekki veit ég hvað ég gerði á kvöldin fyrir daga lopapeysunnar!!!
Annars var frábær smáfrétt í Fréttablaðinu í gær:
Gleymdi eiginkonunni
Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar.
Hjónin voru á ferð ásamt fjögurra ára dóttur sinni og stöðvuðu ferð sína til þess að taka bensín, að því er segir á fréttavef CNN. Þar fór konan út úr bifreiðinni til þess að fara á salerni án þess að eiginmaður hennar tæki eftir.
Konan hafði hvorki á sér fjármuni né persónuskilríki og hafði því samband við lögreglu, sem tókst loks að finna manninn í Mílanó. Hann gaf þá skýringu að kona hans sæti alltaf í aftursætinu og hann yrði hennar því ekki var.
Alveg finnst mér þetta brilljant. Þau talast ekki mikið við og hann er ekki einu sinni að gjóta til hennar augunum í baksýnisspeglinum annað slagið. Og hvað með krakkann? Var hún ekkert að kvarta í sex tíma að mamma hennar væri ekki á staðnum? Og þegar kallinn er kominn til Mílanó þá er hann ekkert að minnast á það við konuna, nei, nei löggan þarf að grafa hann upp og þá er hann bbara hissa. Ha? Konan mín? Mér finnst þetta ekkert annað en brilljant!
Annars var frábær smáfrétt í Fréttablaðinu í gær:
Gleymdi eiginkonunni
Makedónskur maður skildi eiginkonu sína eftir á ítalskri vegamiðstöð og uppgötvaði ekki að hann hefði ekið af stað án hennar fyrr en sex klukkustundum síðar.
Hjónin voru á ferð ásamt fjögurra ára dóttur sinni og stöðvuðu ferð sína til þess að taka bensín, að því er segir á fréttavef CNN. Þar fór konan út úr bifreiðinni til þess að fara á salerni án þess að eiginmaður hennar tæki eftir.
Konan hafði hvorki á sér fjármuni né persónuskilríki og hafði því samband við lögreglu, sem tókst loks að finna manninn í Mílanó. Hann gaf þá skýringu að kona hans sæti alltaf í aftursætinu og hann yrði hennar því ekki var.
Alveg finnst mér þetta brilljant. Þau talast ekki mikið við og hann er ekki einu sinni að gjóta til hennar augunum í baksýnisspeglinum annað slagið. Og hvað með krakkann? Var hún ekkert að kvarta í sex tíma að mamma hennar væri ekki á staðnum? Og þegar kallinn er kominn til Mílanó þá er hann ekkert að minnast á það við konuna, nei, nei löggan þarf að grafa hann upp og þá er hann bbara hissa. Ha? Konan mín? Mér finnst þetta ekkert annað en brilljant!