Ég sit í vinnunni og er að svíkjast um. Ég er að skrifa blogg og háma í mig eitthvað víðáttu vont súkkulaði sem ég fékk gefins. Ég hefði aldrei keypt það sjálf en ét þar sem það var ókeypis. Svona er ég hyskin og nísk. Með þessu drekk ég diet coke en vinnustaður minn selur ekki diet pepsi sem er nú venjulega minn eðaldrykkur, en ég læt mig hafa það svo ég þurfi ekki að fara út úr húsi. Ég er búin að skipuleggja tvö námskeið í september og leggja upp með einn fyrirlestur í október. Mér finnst þetta bara þokkalegt vikuverk. En svo mundi ég eftir því að ég var einhvern tíma byrjuð að skipuleggja lyftaranámskeið og þyrfti eiginlega að fara að staðfesta það en ég nenni því ekki. Skakki var að enda við að hringja í mig og segja mér að sumarið sé komið aftur og þá ákvað ég að fara bara í frí... aftur. það er enginn hér til að banna mér að fara því hinir eru í fríi. Yfirmaður minn er meira segja á hinum enda landsins á hinni ísköldu Melrakkasléttu. Armour lagði af stað í Öxarfjörð á svipuðum slóðum og ÓRÓ er komin í langþráð sumarfrí. Eftir sitja ég og karlgarmarnir tveir sem vinna að baka brotnu. Ekki þjakar letin þá eins og mig! En mig langar heim. Á svalir mínar eða bara í mjúkt rúm mitt. Er eitthvað svo syfjuð eitthvað eftir sumarlanga vöku sem stendur til bóta því hávaxni læknirinn sem mistókst að búa til barn handa okkur Skakka hann gaf mér einhverjar voða fínar pillur sem eiga að laga allt sem að mér gengur: svefnleysi óróa og aðra hörmung. Ku samt ekki lækna fitu sem mér finnst frekar óréttlátt en svona er það bara. Þessi sami læknir sagði mér þó að til þess að mjókka væri sko ekki nóg fyrir mig að skokka svona um hraun og hlíðar Hafnarfjarðar. Ó nei ég þarf sko að breyta fæðuinntöku. HuH afhverju eru allir alltaf svona leiðinlegir? Finnst ekkert ósanngjarnt að mjókka án þess að hafa nokkuð fyrir því en held að það eigi ekki fyrir mér að liggja. Held ég gangi heim, held ég gangi heim...
PS finn ekki nokkurn mann sem getur sagt mér hvert projectorinn fór eftir að skápnum okkar var lokað... hmmm
PS finn ekki nokkurn mann sem getur sagt mér hvert projectorinn fór eftir að skápnum okkar var lokað... hmmm