Nú bíð ég bara eftir því að frúin í Hamborg hringi og láti mig vita að hún sé búin að lesa. Ég bað MAB að lesa eina umferð yfir fyrir mig í gær og það gerði hún með glöðu geði þó hún hafi meira en nóg með sig. Hún kom með nokkrar athugasemdir við skrif mín og það skemmtilega (eða leiðinlega) er að athugasemdir hennar eru við atriði sem ég hef verið að breyta samkvæmt frúnni í Hamborg. ATH.semdir MAB voru að breyta í það sem ég var með áður haha ég er að verða lítillega taugaveikluð en mér létti samt að sjá að MAB er greinilega jafn vonlaus!!!!! í íslensku og ég sjálf en samkvæmt frúnni í Hamborg þá er það minn veiki hlekkur! Ég ætla ekki að segja frú Ingjbjörgu af þessu því hún mundi örugglega fara og skjóta hana því hún hefur óbilandi trú á íslenskukunnáttu frumburðar síns.
06 maí 2005
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka