Það búa tvö lítil börn í stigaganginum hjá mér. Með lítil börn á ég við börn sem eru 4 ára og undir. Annað er bara rétt farið að standa sjálft. Þessi ágætu börn er ekkert ólík öðrum börnum nema þau virðast vera sérlega geðvond bæði tvö. Og þau vakna mjööööög snemma. Í morgun staulaðist ég fram rétt fyrir sjö og þá heyri ég ergelsisveinið í minni barnunganum (ég er að vísu sammála krakkasmáninni það er of snemmt að fara á fætur fyrir sjö og ég gæti líka hugsað mér að grenja soldið). Ég kom fram með stírurnar í augunum og sagði við minn ektamann "andskotans grenj er þetta alltaf í krakkaræflinum". Hann svaraði að bragði "segðu krakka********** að halda sér saman". Ég horfði á hann og snéri mér að bragði og brunaði fram á gang. Þar náði ég mér í kjól og buxur og þegar ég kom inn starði ektamaðurinn á mig spurði hægt "hvað varstu að gera?". Ég svaraði að eldsnöggt "nú varstu ekki að segja mér að fara að segja krakkaræflinum að þegja"
10 dagar eftir!
10 dagar eftir!