Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 maí 2005

Undanfarið hafa reglulega farið símtöl á milli mín og MAB um ánægju okkar af verkefninu okkar. Sem sagt um gleði okkar og hamingju yfir því að fá að skrifa ritgerðir. Nú má alls ekki misskilja það sem að einhver hafi þvingað okkur í þessi skrif. Nei, hér er um enn eitt dæmið að ræða þar sem við hlaupum af stað og gleymum svo sannarlega að hafa með okkur fæturna. Því sitjum við núna og börmum okkur yfir því að vera ekki rannsóknarlega þenkjandi og ekki rannsóknarlega skrifandi. Þetta er sem sagt grátur og óhemjugangur og enginn til að kenna um nema okkur sjálfum og það er það VERSTA. Þetta er komið á það stig að um helgina svissuðum við um ritgerðir og ég tók hennar og hún mína. Svei mér þá þetta varð bara gaman eitt andartak og eg sökkti mér ofan í ritgerðina hennar af mikilli nautn. En sælan stóð ekki lengi (5 tíma) og á endanum urðum við að skipta aftur og gerði ég það með eftirsjá. Það eru sem sagt tvær vikur eftir og þá verður kálfunum hleypt út (ég segi ekki beljunum og þið skuluð ekki voga ykkur að hugsa það). Meira er það ekki í dag!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger