Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

01 desember 2004

Jæja!
Og jæja!

Skakki var að biðja mig um jólagjafalista. Það er alveg sérdeilis undarlegt að eini tíminn á árinu sem mig langar ekki í neitt er þegar hann segir þetta orð: Jólagjafalisti, óskalisti! Alla aðra mánuði, vikur, daga og jafnvel klukkutíma langar mig í allan heiminn. Bara ekki rétt á meðan ég á að skrifa einhvern lista. Þetta er alveg sérdeilis undarlegt.

Heimili mitt hefur orðið fyrir innrás einhverrar undarlegrar veru utan úr geimnum. Eða það er alla vega eina skýringin sem ég hef á öllu þessu drasli sem er út um allt. Það hefur einhver verið að klippa og skilið klippidrasl út um allt gólf (ekki er það ég því ég er að læra undir próf og ekki er það Skakki því hann er enn að vinna í Föröjarna). Þessi sama vera getur heldur ekki skilið að ég er með kerfi í fataskápunum og hefur skilið eftir sig samanbrotinn þvott um allt. Hvað er til ráða? Verst að þessi geimdrusla skuli ekki hengja upp fyrir mig jólaljósin því ég hef auðvitað engan tíma í svoleiðis próflesandi konan. Annars er þessi próflestur minn að verða að einni stórri martröð. Ég held ég sé hætt að skilja ensku það er alla vega eina skýringin sem ég hef á því að ég les og les og svo loka ég bókinni og það er eins og ég hafi eytt tímanum í að glápa út í tómið. Það er sem sagt EKKERT sem situr eftir.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger