Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

30 nóvember 2004

Ég heyrði í fréttunum þegar ég var á leið í vinnu. Þar kom fram að sökum hálku hefðu þrír bílar í Hafnarfirði lent í árekstri í gær. Mér finnst nú gott að ekki skuli vera meira í fréttum en svo að þetta teljist fréttnæmt. Það er líka gott að ekki skuli hafa orðið fleiri árekstrar um landið í gær en þessir þrír. Assg. erum við landar orðin flink að keyra, þurfum samt að kenna fólkinu í sveitinni að keyra líka svo við fáum árekstrarlausan dag. jáhá

Fór í Bónus um helgina með Skjaldbökunni og Gullmolanum. Ég keypti súkkulaðispæni og íslenskt rjómabúsmjör. Ekkert annað. Ástæðan var sú að ég notaði sömu körfu og skjaldbakan og þegar ég leit í hana var hún full (karfan ekki Skjaldbakan hún var merkilega ófull sé litið til þess að það var miður laugardagur). Ég sem sagt ruglaðist aðeins í ríminu við að sjá fulla körfuna og hélt að ég væri búin að kaupa svona mikið. Það segir sig sjálft að ekki var mikið eldað á laugardagskvöldið með rjómabúsmjörið og súkkulaðispænina hið eina í pokanum. Að vísu gerði ég mig líklega til að kaupa einn uppþvottabursta en Gullmolanum leist ekki á það og skilaði honum aftur í hilluna. Ég prufaði að skipta um lit og þá sagði hann hvasst "NEI". Kunni ekki við að slást við smábarn um einn uppþvottabursta þannig að ég sleppti honum. Skilst að Skakki ætli að koma með einn frá Föröjum í staðinn. Hefði frekar viljað að hann keypti uppþvottavél en OK burstinn er svo sem fínn, sérstaklega ef hann notar hann sjálfur.

Annars er það af Skakka helst að frétta að hann fór í bað í síðustu viku. Það væri nú ekki svo merkilegt nema fyrir þær sakir að hann baðaði sig upp úr heitu lýsi. Hann er alltaf að kvarta yfir verðinu á þessu hákarlalýsi sem hann tekur að hraustra manna sið og nú ákvað hann að reyna að minnka kostnað og hreinlega baða sig upp úr því. Gott fyrir fjárhag okkar en mikið afskaplega gladdist ég yfir því að Atlandshafið er á milli okkar. Ég fann nefnilega lyktina af skjánum á símanum mínum þegar ég las GSMið um þetta atvik. Lýsisfnykinn! Kannski verður lyktin farin að minnka þegar hann kemur heim, ef ekki þá sefur hann í skúrnum sem við erum ekki búin að kaupa.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger