Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

03 desember 2004

Ég reyni að horfa á fréttir svona annaðslagið bara til að fylgjast með umræðunni og stundum horfi ég á Kastljós líka. Það er að vísu afar sjaldan sem ég geri það og helst ekki ef Kristján er stjórnandinn. Málið er að hann hummar alltaf undir þegar menn eru að tala. Gefur svona samþykkjandi hljóð um að hann sé að hlusta. Þetta truflar mig svo mikið að ég get ekki horft á þessa þætti. Þetta er að gera mig brjálaða. Hljóðið sem hann gefur frá sér er nefnilega langt í frá að vera jákvætt eða "vinsamlega haltu áfram að tala" hljóð. Mér finnst alltaf ég heyra frá honum "ég veit miklu betur en þú" hljóð. Djöfull getur það farið í taugarnar á mér. Ef kastljósið væri textað þá mundi ég lækka alveg niður í hljóðinu og horfa það þannig. Alveg synd því stundum langar mig að hlusta á þá sem hann er að tala við, ég hins vegar nota OFF takkann á sjónvarpinu mínu alveg óspart þegar hann er með viðtöl.

Og víst ég er að ræða um Kastljósið. Mér fannst hann ægilega fyndinn þessi miðill sem kom í vikunni og var spurður út í tilfinninguna sem svo margir fá að þeir séu að detta. Hann glotti og sagðist hafa heyrt skemmtilega kenningu um að þetta væri minning sem við hefðum fært með okkur frá því við vorum apar. Að aparnir hefðu alltaf verið að detta niður úr trjánum. Ástæðan fyrir því að maður hrykki alltaf upp væri sú að við hefðum ekki dottið. Þeir apar sem hefðu dottið væru að öllum líkindum dauðir. Við hin hefðum lifað af en færðum minninguna með okkur einhverstaðar í heilabúinu. Þetta er eiginlega sama kenningin og Skakki er með. Að maður hrökkvi upp þegar apinn sem er tvífari manns er að detta en nær á síðustu stundu að grípa í grein.

Brilljant kenningar

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger