Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

02 desember 2004

Ég hef áður nefnt það hér að ég er alveg úti að aka í tölfræðiverkefni ársins. Til að kóróna allt er félagi minn í ökuferðinni jafn mikið út að aka. Við mætumst ekki einu sinni í miðjunni. Við erum á sitt hvorum endanum og vitum lítið hvað við eigum að gera til að geta skilað verkinu á sómasamlegan hátt. Við ætluðum að hittast í dag eftir vinnu en hún hringdi og afboðaði og vildi frekar fara í jólagjafainnkaup, ég vildi það líka frekar og ætla því að gera það þegar ég hef lokið við að heimsækja MAB og ræða við hana um lífsins gagn og nauðsynjar. Ökufélagi minn er hinsvegar að fara í annan vinnuhóp á morgun og hún ætlar að taka útprentun úr SPSS með sér á þann fund og leggja hana á áberandi stað í þeirri von að þeir séu í hópnum reki upp vein af aðdáun og segi t.d. "wow hvað þetta er hátt p sem þarna kemur út" eða "hvað er að sjá marktæknistuðulinn" og þá ætlar hún að stökkva inn og skrifa allt niður sem viðkomandi segir. Ég sagði henni að þetta væri flott plan og við ákváðum að hittast á laugardag til að fara yfir öll góðu ráðin sem hún fær á morgun! Ég tel að verkefninu sé borgið!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger