Geimveran sem hefur flutt til mín í óþökk minni er farin að lesa bloggið mitt! Og hvernig komst ég að því? Jú þegar ég fór í morgun í vinnuna sá ég að það er búið a sópa saman afklippunum sem voru um allt og líka ganga frá þvottinum! Ekki gerði ég það! Nei..
Molinn hringdi í mig í gærkvöldi. Það er nú skemmtilegt þegar frændbörn manns eru farin að hringja til að spjalla. Ég skildi að vísu ekki mikið en held að það sé kannski bara af því hann hafi brugið fyrir sig ítölskunni en ég kann hana ekki. Einu orðin sem ég skildi í þessu samtali voru Sófa (sofa) og ljesa (lesa) pabbi (maður). Gott samtal!
Mér skilst að unglingurinn í Grafarvoginum verði mikið á ferðinni næstu daga og kvöld. Hann tók nefnilega bílprófið í gær við mikla gleði ættingja sinna. Ég hef hinsvegar hugsað mér að vera bara í sveitinni meðan það versta gengur yfir og hann nær valdi á þessu öllu (glott, glott)
Molinn hringdi í mig í gærkvöldi. Það er nú skemmtilegt þegar frændbörn manns eru farin að hringja til að spjalla. Ég skildi að vísu ekki mikið en held að það sé kannski bara af því hann hafi brugið fyrir sig ítölskunni en ég kann hana ekki. Einu orðin sem ég skildi í þessu samtali voru Sófa (sofa) og ljesa (lesa) pabbi (maður). Gott samtal!
Mér skilst að unglingurinn í Grafarvoginum verði mikið á ferðinni næstu daga og kvöld. Hann tók nefnilega bílprófið í gær við mikla gleði ættingja sinna. Ég hef hinsvegar hugsað mér að vera bara í sveitinni meðan það versta gengur yfir og hann nær valdi á þessu öllu (glott, glott)