Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

11 nóvember 2004

Afskaplega er gott að vera á námskeiði hjá SKÝRR. Ég er með matarást á þeim eftir að hafa dvalið í tvo daga innan veggja þessarar stofnunar. Einhvernveginn hef ég alltaf haldið að þarna ynnu eintómir tölvunördar, ekki spyrja mig afhverju. Ég hef haldið þetta í mörg ár, eða alla vega síðan ég var hjá BÍ í gamla daga. Sá hinsvegar engann sem ég gat beinlínis flokkað þannig en það er kannski ekki að marka þar sem ég sá flesta í matartímanum og þá kannski missa þeir nördalúkkið? hah nei ég er sem sagt komin með allt annað álit á þessari ágætu stofnun, álit sem byggir á upplýsingum og góðum mat en ekki fordómum og fáfræði! Púff mín bara háfleyg í dag.

Heppin að eiga nýju færeysku þæfðu vettlingana í kuldanum, verst að þeir eru svo stórir um sig að ég flautaði í tíma og ótíma. Fyrst varð ég hálfreið yfir þessum æsta ökumanni en áttaði mig brátt á því að þetta var ég sjálf. Tók þá annan vettlinginn af mér og keyrði handköld áfram en án þess að flauta!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger