Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

09 nóvember 2004

Um helgina var mér sagt að ég þyrfti ekki að léttast heldur þyrfti ég að lengjast! Það er spurning hvort þessi setning er jákvæð í þeim skilningi að viðkomandi hefur greinilega litla trú á að ég geti lést en þeim mun meiri að ég geti lengst! Flókið? Spurning ef mar fer í strekkjara á hverju kvöldi hvort það hafi einhver áhrif? Ég held hinsvegar að aldurslega sé ég komin yfir þann möguleika. Ég átti eiu sinni vinkonu sem var lítil vexti og hafði af því nokkrar áhyggjur. Foreldrar hennar voru mjög lágvaxin þannig að hún var fullviss um að hún yrði ekki há. Hún fékk því hormónapillur til að auka lengd en henni til mikillar hrellingar þá virkuðu þær þannig að hún bætti á sig þyngd. Þessum töflum var sturtað í klósettið eftir mánaðarnotkun og hún ákvað að sætta sig við hæðina. Hún var á þessum tímapunkti 15 ára. Þannig að ef hún var of gömul 15 ára hvað telst ég þá?????

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger