Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

05 nóvember 2004

Nú stendur mikið til. Það er gustur á kellingu og hún er búin að þrífa alla íbúðina hátt og lágt og mætt í vinnuna og klukkan ekki orðin 9 að morgni. Ég sé það glögglega að ég er efni í stjórfjölskyldukonu: tíu börn og kall og foreldra og systkini. Ok verður ekki í þessu lífi enda ekki verið efst á óskalistanum. En Skakki flýgur heim í kvöld. Núna er hann um það bil að festa á sig vængina og virða fyrir sér töskuna með bræðslulyktinni. Síðast þegar hann kom var hundurinn á vellinum sérstaklega hrifinn af honum og við vorum viss um að það væri bræðslulyktin sem þar stjórnaði nefi hundsins.

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger