Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

04 nóvember 2004

Úff í morgun komst ég ekki inn í bílinn því hann var frosinn fastur, en af því hin nýja ég bregst vel við slíkum uppákomum þá var það ekkert mál. Ég kafaði bara inn í tilfinningabankann minn og fann þar góða tilfinningu fyrir slíkri uppákomu í frosti og myrkri og skrölti svo glöð upp á 3ju hæð og náði í frostlosarann minn. Sprautaði svo inn í lásinn og beið smástund. Síðan opnaði ég minn fjallabíl og keyrði syngjandi í vinnuna. Það svínaði einhver kall fyrir mig en ekki einu sinni það kom út á mér vonskunni, nei þessi tilfinningabanki er alveg að gera sig! Af hverju var enginn búinn að segja mér frá honum? Er þetta eitthvað alheimsleyndarmál sem ekki átti að hleypa mér inn í? En það er of seint því ég er búin að opna hann!

Og nú ætla ég að binda eitt stykki áætlun inn fyrir ástkæran yfirmanninn og fara svo glöð í bragði í tölfræðina mína. Tilfinningar mínar eru óræðar!

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger