Mikið afskaplega var ég dugleg í gærkvöldi. Skakki er nefnilega fluttur að heiman og er að keyra einhverstaðar um landið í leit að útlöndum. Í tilefni af því breytti ég sveitaheimili mínu í vinnustofu dauðans. Ekki misskilja mig, ég var ekki með neinar líkkistur eða þannig heldur frekar að ég vann af baki brotnu. Ég sat í 8 tíma eftir að ég kom heim í gærkvöldi og kláraði þessar rosa fínu leiðbeiningar fyrir tölvuna. Síðan ætlaði ég að prenta þetta en þá fór gamanið að kárna því litli prentarinn minn er ekki gerður fyrir stóriðnað. Ég fór því að sofa og á meðan dúllaði prentarinn sér. Einhverntíma um miðja nótt kláraðist pappýrinn. Ég vaknaði klukkan hálfsjö og hélt áfram að prenta. Núna sit ég bara í kæruleysi og nenni ekki neinu!
22 september 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka