Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

21 september 2004

Á leiðinni heim í gær fékk ég áfall mikið. Ég var rétt lögð af stað í fína sporteðalvagninum mínum þegar hið skelfilega gerðist: Ég gat ekki sett hann í gír! Um mig fór hræðsluhrollur og ég leit í bakspegilinn til að sjá hvort nokkur væri alveg að verða búin að keyra á mig, svo reyndist ekki vera. Ég djöflaðist við gírana og komst loks í næsta gír. Síðan tók við leiðin heim full af gírskiptingum. Rosalega þarf maður oft að skipta um gír. Ég hef bara aldrei tekið eftir því fyrr! Bíllinn minn er ekki bilaður. Það er ég sem er biluð ;( Það er hendin á mér sem hefur ekki afl til að þrykkja gírnum á sinn stað. Skakki segir að þetta sé vöðvabólga en ég held því fram að ég sé að breytast í öryrkja! Ég var í huganum farin að semja bréf til Tryggingastofnunar þar semég sæki um styrk til að kaupa sjálfskiptan bíl! Skakki kippti mér niður á jörðina aftur og ég náði mér í heitan poka á axlirnar. Ég þarf sem sagt ekki að kaupa nýjan bíl en ég gæti þurft að kaupa nýjan handlegg. Veit einhver um útsölu á solleis????

Skakki er að fara úr landi. Hann ætlar að keyra! Held hann hafi ekki lært landafræðina sína nógu vel. Við erum nefnilega á eyju og það þýðir ekkert að keyra. Hann hlustar ekki á mig og er lagður af stað. Mikið hlakka ég til að sjá svipinn á honum þegar hann er kominn hringinn og staddur aftur heima hjá sér en ekki í útlöndum haha

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger