Ok, hann fann leið til að keyra af landi brott. Hann keyrði bara og keyrði, lokaði svo augunum og keyrði út í sjó og honum til mikillar lukku reyndist vera skip sem tók við honun og bílnum og sigldi hið snarasta á brott. Í nótt sat hann því með hendur á stýri um borð í einhverju skipi og ímyndaði sér að hann væri að keyra yfir hafið. Sem hann auðvitað var.
Ég horfði hins vegar á Sirrý í gær. Þátturinn var undirlagður einhverri stúlkukind sem vissi ekki að hún væri ólétt fyrr en hún fór með magaverkinn sinn á spítala og þeir tilkynntu henni að hún væri að fæða. Þetta er ótrúlegt! Spáið bara í því. Þarna veit hún varla af því hvernig börnin verða til, veit alls ekki hvernig það er að ganga með eitt og er allt einu orðin mamma (aðeins einföldun ofkors). Svo er það fólk eins og ég sem veit allt um það hvernig börnin verða til, hvenær þau verða til, veit að vísu ekkert um meðgönguna þar sem þrátt fyrir allan fróðleik ekkert er hægt að gera. Þetta er nú bara hreinlega ósanngjarnt svo ekki sé nú meira sagt! Lífið er undarlegt það er alla vega á hreinu!
Ég horfði hins vegar á Sirrý í gær. Þátturinn var undirlagður einhverri stúlkukind sem vissi ekki að hún væri ólétt fyrr en hún fór með magaverkinn sinn á spítala og þeir tilkynntu henni að hún væri að fæða. Þetta er ótrúlegt! Spáið bara í því. Þarna veit hún varla af því hvernig börnin verða til, veit alls ekki hvernig það er að ganga með eitt og er allt einu orðin mamma (aðeins einföldun ofkors). Svo er það fólk eins og ég sem veit allt um það hvernig börnin verða til, hvenær þau verða til, veit að vísu ekkert um meðgönguna þar sem þrátt fyrir allan fróðleik ekkert er hægt að gera. Þetta er nú bara hreinlega ósanngjarnt svo ekki sé nú meira sagt! Lífið er undarlegt það er alla vega á hreinu!