Það er nú meira skítaveðrið úti. Held þetta sé Skakka að kenna. Hann sendi mér SMS í gær um að það væri BRJÁLAÐ skiítaveður í Föreyjarna. Ég hló. Ég hló ekki þegar ég vaknaði í nótt til að loka öllum gluggum. Nær lagi væri að segja að ég hefði blótað. Mest blótaði ég þegar ég rak tærnar í saumakistuna mína sem öllum til undrunar liggur á miðju gólfi. Hún var á sama stað þegar ég staulaðist til baka og þar af leiðandi blótaði ég aftur. Hvernig kemst þetta dót alltaf út á mitt gólf? Ég er bara ekki að skilja þetta, kannski er saumakistan þarna eftir Skakka?
24 september 2004
script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr">
<< Til baka