Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

19 október 2004

Eyðsla og óráðsía
Í minni fjölskyldu er almenn hrifning með kerti! Hrifningin nær ekki endilega til þess að það þurfi að kvekja á kertunum, nei ættingjum mínum finnst þau bara falleg svona ein og sér. Þetta sást berlega um helgina.

Við systur mættum með Molann í bröns hjá Nöbbu móðursystur. Hún var með þetta fína borð drekkhlaðið ýmiskonar brauði og á miðju borðinu trónir þetta líka fallega bleika kerti (sem auðvitað var ekki kveikt á). Eftir smástund verður mér starsýnt á kertið og ég segi upp úr eins manns hljóði "mikið er þetta skemmtilegt kerti". Skjaldbakan systir mín lítur þá á kertið og jánkar þessu, beygir sig svo yfir borðið og les á áletrun sem var á kertinu "til hamingju með 40 ára afmælið". Hún les þetta aftur og nú aðeins hærra. Hún lítur á mig með spurn í augunum en ég yppti öxlum ég veit ekkert hver á þessa áletrun.

Skjaldabakan kallar á Nöbbu "hvernig er þettta, fékkstu þetta kerti í fertugsafmælisgjöf?" Ég sé að hún er að því komin að fara að hlæja. Nabba kemur þjótandi og segir "já, finnst ykkur það ekki fallegt?" Skjaldbakan byrjar að hlæja "haha ertu ekki að grínast? haha" Nabba horfir undrandi á hana og segir, "nei af hverju helduru það? Þú gafst mér þetta kerti, ég held soldið upp á það".

Nú gat ég ekki stillt mig og ég byrja að hlæja líka. Skjaldbakan sem nota bene verður þrítug í næstu viku er farin að veina úr hlátri.. "haha gaf ég þér þetta kerti? Hvað var ég eiginlega gömul? Níu ára eða hvað? haha"

Nabba horfir á okkur hissa og segir svo, "já þú hefur verið níu ára því ég er 61 árs á þessu afmæli!!!"

Æ rest mæ keis. Þetta var sem sem sagt afskaplega fallegt kerti, búið að geyma það í 21 ár án þess að það hefði verið kveikt á því. Ég man meira segja hvar þessi kerti voru gerð. Hann Hlöðver sem seinna opnaði Hlöllabáta var með einhvern skúr á Ingólfstorgi þar sem kona hans bjó til svona falleg kerti sem allir keyptu. Móðursystir mín elskuleg var búin að geyma sitt í 21 ár með áletruninni Til hamingju með 40 ára afmælið

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger