Meinvill í myrkrunum

...and all of the angels..

18 október 2004

Ég var á smíðanámskeiði í gær, heima hjá Mörtu. Ég hafði með mér buxur til að stytta en náði bara hálfri skálm því það töluðu allir svo mikið að ég mátti ekki vera að því að sauma. Ég get nefnilega ekki saumað og hlustað, talað (eins og allir vita). Síðan sátum við í heitu borðstofunni hennar Mörtu og töluðum um geitunga og ég ákvað í huganum á þessari stundu að ég ætla alltaf að eiga heima í blokk og alltaf á þriðju hæð. Hana nú!

Molinn eyddi hjá mér laugardagsnóttinni. Við lásum og röðuðum smábílum. MJÖG gaman. Ég kann Svarta Sambó utan að. Molinn er ekki líkur Snorra frænda sínum sem grét yfir Sambó. Molinn er líkari Einari frænda sínum sem hló að Sambó. Molinn hló ekki en það tísti aðeins í honum. Aðrar bækur hlutu ekki náð þessa helgi.

Þetta var annars fín helgi, afmæli hjá MAB á föstudag, Brunch hjá Nöbbu laugardag og Smíðanámskeið hjá Mörtu á sunnudag. Geri aðrir betur sko. Ég kláraði að slá inn gögn í fjandans tölfræðiforritið og er því langt á veg kominn með þessa leiðinda tölfræðirannsókn. Ég segi enn og aftur. Hvernig dettur nokkrum heilvita manni (konu) í hug að gera svona nokkuð að ævistarfi sínu?

script type="text/javascript" src="http://www.haloscan.com/load.php?user=annakr"> << Til baka


Powered by Blogger